In Fréttir

Haustið 2017 stækkuðum við tannlæknastofuna okkar á fjórðu hæðinni í Glæsibæ og tókum í gagnið þrjá nýja tannlæknastóla. Sú breyting var þó ekki nægilega umfangsmikil fyrir hinn aukna fjölda tannlækna sem hjá okkur starfar og höfum við því nú nýlega hafið framkvæmdir á 7.hæðinni, sem mun auka enn frekar þjónustumöguleika okkar. Á hæðinni verða sjö tannlæknastofur, þar sem bæði munu starfa almennir tannlæknar og sérfræðingar. Við stefnum á að taka hæðina í notkun í nóvemver 2018.