In Fréttir

Lára Hólm Heimisdóttir er komin í námsleyfi en hún settist á skólabekk nú í haust við University of North Carolina. Henni hlotnaðist sá heiður að fá inngöngu í sérfræðinám í barnatannlækningum, sem hún mun leggja allan hug á næstu þrjú árin. Þar hittir hún fyrir Sigurð Rúnar Sæmundsson stofnanda Tannlæknastofunnar í Glæsibæ, en hann er deildarstjóri barnatannlæknadeildar skólans. Við í Glæsibæ óskum Láru til hamingju með áfangann og hlökkum til að fá hana aftur „heim“ í Glæsibæinn að námi loknu,