In Fréttir

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í almennum tannlæknakostnaði lífeyrisþega og aldraðra en samningur þess efnis tók gildi 1. september 2018.

Rammasamningur þess efnis tryggir samræmda verðlagningu og greiðsluþátttaku sjúkratrygginga, en endurgreiðslan nemur 50% af gjaldskrá fyrir aldraða og öryrkja. Fyrir aldraðra og öryrkja sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunar¬heimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum verður endurgreiðslan á hinn bóginn allt að 100% af umsömdu verði.

Hið sama gildir fyrir andlega þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri, þó með þeim fyrirvara að áður en til greiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana.