In Fréttir

Þann 15. apríl 2018 tók Tannlæknastofan í Glæsibæ við rekstri Tannlæknastofu Magnúsar J. Kristinssonar, en kaupsamningur þess efnis var undirritaður í mars. Magnús er séfræðingur í barnatannlækningum og hefur langa reynslu af að þjónusta börn og einstaklinga með sérþarfir. Magnús mun áfram sinna störfum sínum á sinni gömlu starfsstöð í Faxafeni 11, en nú undir hatti okkar hér í Glæsibæ. Við hjá Tannlæknastofunni í Glæsibæ bjóðum Magnús og Sigríði Gestsdóttur, tanntækni, velkomin í okkar hóp.